Samlausn er vettvangur fyrir áætlun fjögurra sorpsamlaga um meðhöndlun úrgangs fram til ársins 2020. Samlögin eru Sorpurðun Vesturlands hf., SORPA bs., Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. og Sorpstöð Suðurlands bs. Samanlagt starfssvæði er frá Gilsfjarðarbotni í vestri og að Markarfljóti í austri.
14.1.2022 12:36:52
Tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi 2022-2033
Í samræmi við ákvæði 6. greinar laga nr. 55/2003 og samkomulag frá 15. maí 2009 hefur samstarfsvettvangur SORPU bs, Sorpurðunar Vesturlands hf. Sorpstöðvar Suðurlands bs og Kölku, sorpeyðingarstöðvar sf. unnið tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði samlaganna fjögurra fyrir tímabilið 2022 -2033.
Tillagan hefur á vinnslustigi verið kynnt á vettvangi aðildarsveitarfélaganna og hlotið meðferð í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana sbr. lög nr. 111/2021.
Í samræmi við framangreind ákvæði laga nr. 55/2003 er tillagan nú send til allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að áætluninni til formlegrar staðfestingar.
Ítarefni
- Leiðbeiningar Evrópusambandsins um bestu fáanlegu tækni um meðferð á úrgangi
- Greinargerð skipulags- og byggingasviðs um umsókn Sorpu bs. um framlengingu lóðarsamnings og viðbótarlóðir fyrir starfsemi í Álfsnesi (Júní 2008)
- Fuglar og gróður í Álfsnesi
- Fornleifar í Álfsnesi
- Umhverfisstofnun
- Skipulagsstofnun