Samlausn er vettvangur fyrir áætlun fjögurra sorpsamlaga um meðhöndlun úrgangs fram til ársins 2020. Samlögin eru Sorpurðun Vesturlands hf., SORPA bs., Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. og Sorpstöð Suðurlands bs. Samanlagt starfssvæði er frá Gilsfjarðarbotni í vestri og að Markarfljóti í austri.

Áætlun

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs er samstarfsverkefni Sorpu bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. og Sorpurðunar Vesturlands hf. Fyrirtækin annast meðhöndlun úrgangs fyrir 34 sveitarfélög með alls um 251 þúsund íbúa. Starfssvæði þessara samlaga er á vestan- og sunnarverðu landinu, frá Gilsfjarðarbotni í vestri og að Markarfljóti í austri.
Áætlunin er niðurstaða samstarfssamnings sem gerður var hinn 29. desember 2004 og endurnýjaður 12. febrúar 2008 um samstarf samlaganna um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar á grundvelli laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og þeirra markmiða sem sett eru í Landsáætlun Umhverfisstofnunar frá 2004.
Fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út 2005 og hlaut staðfestingu sveitarstjórna allra þeirra sveitarfélaga sem áætlunin nær til. Samkvæmt ákvæðum laganna skal endurskoða áætlunina á 3ja ára fresti og stendur sú vinna nú yfir.

Endanleg útgáfa að endurskoðaðri svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu um meðhöndlun úrgangs 2009-2020

English summary (January 2009)

Vistferilsgreining (Desember 2008)
LCA screening of waste treatment options for South Western Iceland

Niðurstaða samráðs við Skipulagsstofnun um matslýsingu (Mars 2008)

Matslýsing svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2008-2020 (Febrúar 2008)

Niðurstöður ráðgjafa um meðhöndlun lífræns úrgangs og urðunarstaði (Júní 2007)

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020 (Desember 2005)