Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi
Fyrir liggur tillaga að nýrri Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Þessi svæðisáætlun tekur til starfssvæðis fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins. Áætlunin er unnin af samstarfsvettvangi sorpsamlaganna á grundvelli samkomulags sem gert var 15. maí 2009, og á grundvelli samþykktar samstarfsvettvangsins frá 11. maí 2017.
Tillöguna má lesa með því að smella hér.
Á grundvelli 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana er svæðisáætlunin hér með lögð fram til kynningar og óskað eftir athugasemdum innan 6 vikna eða fyrir 29. október nk. Áætlunina á rafrænu formi má nálgast og hlaða niður á sameiginlegum vef samlaganna www.samlausn.is.
Vinsamlega sendið umsagnir og athugasemdir til Teits Gunnarssonar (teitur@mannvit.is). Frekari upplýsingar veitir Teitur Gunnarsson hjá Mannviti, fyrir hönd verkefnisstjórnar samlaganna.
Ítarefni
- Leiðbeiningar Evrópusambandsins um bestu fáanlegu tækni um meðferð á úrgangi
- Greinargerð skipulags- og byggingasviðs um umsókn Sorpu bs. um framlengingu lóðarsamnings og viðbótarlóðir fyrir starfsemi í Álfsnesi (Júní 2008)
- Fuglar og gróður í Álfsnesi
- Fornleifar í Álfsnesi
- Umhverfisstofnun
- Skipulagsstofnun